Vörumerkjastjóri

Nathan & Olsen leitar að vörumerkjastjóra fyrir kældar og frosnar matvörur

 

Starfs og ábyrgðarsvið

Ábyrgð og umsjón með markaðssetningu vörumerkja

Greining markaðar og neysluhegðun neytenda

Áætlanagerð og utanumhald um vörumerki

Samskipti við söludeild, innkaupadeild og erlenda birgja

Samskipti við auglýsingastofu og auglýsingamiðla

Önnur tilfallandi verkefni í samráði við næsta yfirmann

 

Hæfniskröfur

Háskólapróf á sviði viðskipta

Haldbær reynsla af sambærilegum verkefnum

Greiningarhæfni og ferlamiðuð hugsun

Mjög góð tölvukunnátta

Mjög góð íslensku- og enskukunnátta

Frumkvæði, árangurssækni og drifkraftur

Öguð vinnubrögð.

 

 

 

Umsóknarfrestur er til og með 17. nóvember nk.

 

Nathan & Olsen er traust sölu- og markaðsfyrirtæki með dagvöru. Fyrirtækið er hluti af 1912 samstæðunni þar sem starfa um 130 manns.

 

Gildin sem starfsfólk hefur að leiðarljósi eru:

Frumkvæði - Liðsheild - Áreiðanleiki - Ástríða

 

Deila starfi
 
  • 1912 ehf
  • Klettagörðum 19
  • 104 Reykjavík
  • Sími: 530 8400
  • Fax: 530 8401
  • Kt: 430999-2229
  • 1912@1912.is